Rauðvínslisti​

veizlunnar að Helgamagrastræti 53

Nativ Blu Onice

„Í nefi eru plómur, sólber, leður, bláber, tóbak og súkkulaði ásamt ferskum kryddum. Í munni eru þétt tannín, góð sýra og fínn ávöxtur. Eftirbragðið er þétt og næstum aggressíft, með leðri, plómum og krydduðum bláberjum. Fyrir stórar steikur, grillmat og þroskaða osta.“

Í hnotskurn:

  • árgangur 2019
  • ítalía – irpinia
  • Aglianico

umsagnir:

Mm

„Mjög fágað vín frá Grikklandi sem er í flokki bestu vína landsins í þessum verðflokki. Vínið er flauelsmjúkt, í góðu jafnvægi og passar frábærlega með rauðu kjöti.“

í hnotskurn:​

  • árgangur 2020
  • grikkland
  • Mandilaria

umsagnir:

Banfi Aska Bolgheri

„Dökkkirsuberjarautt á lit, með smá þroska, og ágæta dýpt. Í nefinu finnur maður kirsuber, plómur, leður, pipar og vott af negul. Í munni eru stinn tannín, góð sýra og þokkalegur ávöxtur. Tóbak, eik, kakó og leður í góðu eftirbragðinu. Fer vel með góðri steik.“

Í hnotskurn:

  • árgangur 2018
  • ítalía – toscana
  • Cabernet Franc

umsagnir:

The Chocolate Block

„Það býr yfir djúpum, plómurauðum lit og ríflega meðalopnum ilm þar sem greina má rauð ber, aðallega þó kirsuber og jarðarber, en einnig sultuð bláber, pipar, rykug steinefni, kremaða eikartóna, kanil og múskathnetu. Það er svo kröftugt og sýruríkt með fínasta jafnvægi og mjúk tannín. Þarna má rekast á kirsuber, hindber, sultuð dökk ber, brómber, mjúka eikartóna, rykug steinefni, svart te, vanillu, pipar og kanil.“

í hnotskurn:​

  • árgangur 2020
  • suður-afríka
  • 73% Shiraz/Syrah, 11% Grenache, 8% Cinsault, 7% Cabernet Sauvignon, 1% Viognier

umsagnir:

M. Chapoutier Bila Haut Occultum Lapidem

„Það hefur mjög þéttan og ógagnsæjan, plómurauðan lit og meðalopinn ilm af jarðarberjum, kirsuberjum, hindberjum, sultuðum dökkum berjum, plómum, kaffi, nýrri mykju, ydduðum blýanti, tímjan, rósmaríni, brenndum við ásamt rykugum steinefnum.“

Í hnotskurn:

  • árgangur 2016
  • frakkland – Languedoc-Roussillon
  • Syrah, Grenache, Carignan og Mourvédre

umsagnir:

protos reserva

„Liturinn er dökkur og djúpur, enn ungt að yfirbragði, dökkur, heitur og þroskaður ávöxtur í nefi, þykkur kryddhjúpur með vanillu og vott af kókos og lakkrís.“

í hnotskurn:​

  • árgangur 2015​
  • spánn – ribera del duero
  • tempranillo

umsagnir:

viña ardanza Reserva​

„Í nefinu finnur maður leður, tóbak, sultuð kirsuber, skógarbotn og smá krydd. Í munni eru þroskuð tannín, ágæt sýra og fínn ávöxtur – frábært jafnvægi. Vínið er flauelsmjúkt í munni, með þægilegt leður, tóbak og rauð ber í ljúfu eftirbragðinu.“

Í hnotskurn:

  • árgangur 2012
  • Spánn – rioja
  • tempranillo

umsagnir:

Barone Montalto Ammasso

„Í nefinu er sætur keimur af kirsuberjum, plómum, leðri og eik. Í munni eru ágæt tannín, mild sýra og góð fylling. Kirsuber og eik í ágætu eftirbragðinu.“

í hnotskurn:​

  • árgangur 2019
  • ítalía – sikiley
  • Nero d’Avola, Nerello Mascalese, Merlot og Cabernet Sauvignon

umsagnir:

Pago de Cirsus Cuvée Especial​

„Pago de Cirsus er vínhús í Navarra á Spáni, eitt örfárra vínhúsa landsins sem kemst í hin svokallaða D.O. Pago flokk, sem er hæsta stig spænska vínflokkunarkerfisins.“

Í hnotskurn:

  • árgangur 2014
  • Spánn – navarra
  • tempranillo – Merlot – Syrah

umsagnir:

muga reserva

„Vínið er dimmrúbínrautt á litinn með þokkalega opinn ilm sem er þó ekki alveg að sýna öll spil á hendi. Hins vegar koma þau flestt öll í ljós eftir stutta stund í glasi og það eru engin smá spil. Tunnan er áberandi í fyrstu með alla sína vanillu, kókos í bland við rauða ávexti eins og kirsuber og jarðarber en svo kemur yndislegur ilmur af fjólum, léttum kryddum, kryddjurtum, lakkrís, kakó og vott af kaffi í seinni bylgjunni.“

í hnotskurn:​

  • árgangur 2017
  • spánn – rioja
  • tempranillo

umsagnir:

Finca Martelo Reserva​

„Afskaplega margslunginn og aðlaðandi ilmur sem hægt er að dvelja drykklanga stund yfir. Í munni er það þétt, flauelsmjúkt og nokkuð bragðmikið en góð sýra og ljúf tannín gefa víninu frábæra byggingu.“

Í hnotskurn:

  • árgangur 2015
  • Spánn – rioja
  • tempranillo (95%) – Garnacha

umsagnir: